Því miður hrundi ég sjálf líka í smávegis neikvæða naflaskoðun í dag, sem ég varð að hífa mig út úr...
...Púff !!!
Um eigingirni
Kannski er þessi mynd góð til að minna sig á, ef leiðar hugsanir stinga upp hausnum og fara að angra mann:
Alla vega betra ráð en þetta "ráð" hérna, sem sé það að blóta Bakkus konung til að bæta sér hugarvíl:
Nú geng ég með á gleðifund
og gott er nú að vera frjáls,
því aldrei sá ég svásra sprund
en svartan flöslkuháls.
...Ef drepur sorg á dyr hjá mér,
til dyranna ég reyndar fer,
en segi: "Ég í önnum er
og ekkert sinni þér!"
...Og svo geng ég þegar aftur inn
og drekk svo glaður sopann minn,
tek mér staup, fæ mér einn, fæ mér tvo, fæ mér þrjá,
þeim fjórða sýp ég á...
...SÝÝÝP ÉÉÉG ÁÁÁÁÁ ! ! !
Besta ráðið væri auðvitað að fara að gera gangskör að því að bæta ríflega við rauða litinn á kortinu hér fyrir neðan...ég er farin að hugsa mér til hreyfings...
2 ummæli:
Eru þetta ekki bara fráhvörf eftir tveggja daga netskort?
Já, það er hundleiðinlegt að detta niður í einhverja neikvæðni, en ég er búin að sjá að það er allt í lagi annað slagið, því það er svo fjári gott að komast upp úr henni aftur.
Hef nú engar áhyggjur af því að þú farir að blóta Bakkusi í stórum stíl, þá værirðu nú ekki sú Greta sem ég þekki.
En hvert ertu annars á leiðinni til erlendra landa? Ég var líka mikið að pæla hvað þessi rauði blettur þarna lengst norðan við Ísland væri hjá mér, en sá svo náttúrlega að það væri Svalbarði, en hey, af hverju er Grænland ekki með í Danmörku?
Kveðja, Lalla
Ég held að grænlendingar séu með heimastjórn, þess vegna eru þeir ekki með Danmörku á kortinu.
Skrifa ummæli