miðvikudagur, apríl 05, 2006

Passamynd

Ég fór í dag og lét taka af mér passamynd(ir). Fór fyrst í Kringlu og tók sjálf, með HROÐALEGRI útkomu; ég mæli ekki með þessari vél sem þar er, maður getur alveg eins hent peningunum beint í ruslafötuna. Myndin af viðfangsefninu sjálfu var sæmileg í sjálfu sér (hvernig er annað hægt? ;o)), en hún var svo hroðalega yfirlýst að ég leit út eins og ég væri með gulu á háu stigi, sérstaklega varð enni mitt illa úti, það lýsti eins og gul ljósapera...! Þannig að ég spanaði niður á Hverfisgötu á stofu sem heitir Svipmyndir (í húsinu sem Bára "bleika" var með verslun sína í denn) og fékk þessar fínu myndir, tvær útgáfur, glottuleit á annarri en alvarlegri á hinni. Greinilega snilldar ljósmyndari stelpan sem smellti þeim af á skotstundu. Verst að vera ekki búin að kaupa skanna til að skanna þessar myndir hér inn til að sýna, það verður næsta mál á dagskrá í innkaupum. Ásamt því að skunda á morgun í TR með mynd fyrir "aðal"skírteini og á löggustöð að sækja um passa og leggja inn mynd fyrir hann. Því ég er staðráðin að fara að gera eitthvað raunhæft í úrþránni sem alltaf blundar, nú í vor eða alla vega á árinu.

Engin ummæli: