föstudagur, apríl 28, 2006
Næturferð
lestirnar og leðurblökurnar
á ferð í nóttinni
að sjálfsögðu í útlöndum
vindurinn og táningarnir
æpandi um nætur
að sjálfsögðu hér heima
allt verður þeim svefnlausa
lagt að jöfnu
deilt með kvaðratrót þess draumvana
uns bernskan birtist undir morgun
með neðansjávarborgir
græn tígrisdýr og dverg í hverjum steini
að færa þér huliðshjálm
Geirlaugur Magnússon
Úr ljóðabókinni Nýund (2000)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli