laugardagur, apríl 29, 2006

Raunveruleikasjónvarp

"Runway er eini "raunveruleika" sjónvarpsþátturinn sem ég hef getað þolað og raunar haft æðislega gaman af...


Austin Scarlett er uppáhaldið mitt úr Runway1, hann er mjög flínkur, ævintýralegur og algjört krútt, þó
Jay McCarroll, sem vann fyrstu keppnina, sé líka rosa hugmyndaríkur og sniðug týpa.
Kara Saun er "kúl" í sinni hönnun, frekar en sniðug eða skemmtileg.Wendy Pepper finnst mér ömurleg persóna og hönnunin hennar ekki sérstaklega spennandi, þó "vinningskjóllinn" hennar hafi verið sæmilegur, en Nancy O´Dell lét samt breyta honum áður en hún fór í honum á Grammy-hátíðina, hann er líka mun fallegri eftir þá breytingu, enda held ég að flest myndi klæða þessa fallegu konu vel.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með þér, kem hér alltaf reglulega, það er þegar talvan er í lagi, síðan þín alltaf að verða flottari og gleðilegt sumar, aðeins á eftir tímanum

Lalla

Saumakona - eða þannig sagði...

Takk, Lalla, og sömuleiðis!

Hildigunnur sagði...

ssssskelfilegt að Austin skyldi hafa dottið út og bitsjið orðið eftir :-O

Viss um að það var plottað af þáttastjórum, ekkert fútt í því að þrír vinir yrðu eftir...

Saumakona - eða þannig sagði...

Ég las viðtal við Austin um að það hafi verið mikið plottað á bak við tjöldin. Wendy var víst öll í því að vera besti vinur þáttastjórnendanna.