föstudagur, maí 12, 2006

Selma

Nú fer senn að ljúka á RÚV frábærum upplestri Rósu Guðnýjar Þórsdóttur á skáldsögunni "Anna Svärd" eftir
Selmu Lagerlöf.

Núna eftir hádegi fer ég upp í Breiðholt til að vera "ömmupía"! Ein systir mín er nefnilega flogaveik og getur ekki passað barnabarnið sitt nema vera pössuð sjálf, þannig að ég hef tekið það að mér í dag. Það kemur sér oft vel fyrir fjölskylduna mína að ég skuli vera hætt að vinna :o)

Engin ummæli: