laugardagur, maí 13, 2006

Söngfugl

Ég fór snemma á fætur í morgun, alla vega miðað við sjálfa mig! Dreif mig í sturtu og fékk mér kaffi, kveikti á útvarpinu og tölvunni. Úr útvarpinu hljómaði ítalska lagið "Mama", sungið af Robertino Loreti í þætti Svanhildar Jakobsdóttur á laugardagsmorgni. Þessi drengur var mjög vinsæll þegar ég var lítil stelpa, enda með gullfallega rödd. Kom hingað til Íslands og söng á tónleikum. Sem betur fer missti hann ekki röddina við að fara í mútur, þó hún yrði ekki eins sérstæð og meðan hann var barn, svo hann ferðast enn um og syngur. Ef ég man rétt þá var hann með tónleika hér á Íslandi síðast liðinn vetur.

En nú fer ég að fara á stúfana og búa mig í skólann! Já, því ég er að fara í gamla menntaskólann minn á eftir að hitta gamla skólafélaga og kennara, það verður örugglega mjög gaman.

Engin ummæli: