miðvikudagur, júní 07, 2006

Reyðarfjörður



Nú er frumburðurinn minn sem sagt orðinn þátttakandi í álævintýrinu. Ég fékk þennan tölvupóst frá honum í gær:



Hæ hæ.

Smá kveðja úr “Gúlaginu” fyrir austan, og mynd. Þarna er ég “niðrá svæði” en þar þurfa allir að vera vel merktir og með öryggisbúnað. Annars er ég nú oftast uppá kontór, að fara gegnum slysaskýrslur og fleira. Hér er GÍFURLEGA mikið lagt uppúr vinnuöryggi, og ég er sem sagt í deildinni sem sér um það.


Bið að heilsa, Eysteinn

Mér finnst hann taka sig rosa vel út í gallanum; hann gæti að mínu áliti hæglega verið aðal"vippinn" á svæðinu, eftir ábúðarmiklum svipnum að dæma... ;o)

4 ummæli:

Unknown sagði...

Þá erum við frændsystkinin ekki langt frá hvort öðru :-)
Hjá hvaða fyrirtæki er hann að vinna hjá?

Saumakona - eða þannig sagði...

Hann vinnur hjá Alcoa Fjarðaál

Nafnlaus sagði...

Það er reyndar ekki alveg rétt mútta, en það tekur smá tíma að setja sig inní þessa Fjarðaáls-fyrirtækjasúpu. Alcoa mun eiga og reka álverið, en verktakarisinn Bechtel er að byggja það. Og ég vinn semsagt fyrir Bechtel í gegnum íslenskan undirverktaka.

Þannig að réttari heimasíða er þessi:

http://www.fjardaalproject.com/

Saumakona - eða þannig sagði...

Ok, hér kemur þetta rétt:
Fjarðarál