miðvikudagur, júní 28, 2006

Tölvuleikir


Ég pantaði mér þessa tvo tölvuleiki í morgun á Amazon.com fyrir rétt rúmlega 1.200.- krónur, til samans. Myst Uru kaupi ég á "low price", sendingarkostnaðurinn á honum er mun meiri en leikurinn sjálfur, en Nancy Drew kaupi ég "like new". Með Real Myst sem ég keypti um daginn og sendingarkostnaði kosta þessir þrír leikir innan við 5.000.- krónur! Svo er náttúrlega bara eftir að sjá hvort gæðin standast, ég á nú eiginlega ekki von á öðru, þar sem ég hef áður keypt þar notaða bók, sem reyndist mjög fín og vel með farin. Hún heitir "Designing the Doll" og er æðislega falleg, eiginlega algjört listaverk.
Annars þarf ég að kynna mér Amazon.com miklu betur, því ég veit að ég kann ekki nándar nógu vel að nýta mér þá möguleika sem boðið er upp á þar. Svo er örugglega líka rétt að setja sig inn í hvernig e-bay virkar, því það er alveg víst að það getur oft margborgað sig að versla þar. Ef maður heldur sig við "power sellers" með fullt af meðmælum, þá er ekkert verið að svindla á manni, las ég í Mogga dagsins.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru þessir tölvuleikir ekki eitthvað sem maður nær sér í á netinu? Sonur minn nær í allt á netinu, bíómyndir, tölvuleiki, músik og forrit. Ég næ nú reyndar bara í músik, en held það sé hægt að sækja allt á netið meða því að deila því sem maður á með öðrum.

Kv. Lalla

Saumakona - eða þannig sagði...

Ég gat ekki séð að það væri hægt að hlaða þessum ákveðnu leikjum niður. Óskar sótti að vísu End of Ages á netið, þurfti að borga ca. $16 fyrir það, minnir mig, en fann ekki Real Myst til þess. Hann er alveg nýr, kannski þess vegna, ég held að það sé ekki farið að selja hann hér heima. Mér finnst allt í lagi að eiga þessa leiki á diskum, þetta kostar ekki svo mikið.