þriðjudagur, júlí 04, 2006

Gamlar myndir...


Svona gat ég lagað þessa gömlu mynd af Eysteini í tölvunni minni. Hún er tekin þegar hann var nemandi í Burgh Primary School í Galashiels í Skotlandi. Hann er þarna í skólabúningi, eins og sjá má, í grárri peysu og með bindi. Drengurinn hefur síðan hatað skyrtur og bindi og fer helst ekki í slíkar flíkur nema hann megi til.

Kannski hef ég sett myndina aðeins of mikið út í blátt (grænt), eða er hún góð svona? Varirnar á honum eru svolítið bláar, en ef til vill var honum bara svona kalt um hávetur í skoskri kuldanepju :o( ? En hann var alltaf frekar fölur þegar hann var lítill, húðin alveg mjólkurhvít og varð ekki brún, nema rétt smá brúnkuslikja og freknur. Nokkrum sinnum búið að taka blóðsýni úr honum til að ganga úr skugga um blóðleysi, sem vitaskuld var ekkert, húðin var bara svona á litinn, mjólkurhvít en ekki fölgrá, eins og við blóðleysi.


Hérna vinstra megin hef eg tekið græna kantinn burt og hægra megin er ég svo búin að bæta smá gulu og rauðu við myndina. Hvernig kemur það nú út?

Núna er ég nokkuð ánægð!

Hér eru svo nokkrar myndir af piltinum þar sem hann er laus úr "prísundinni" og kominn heim að stússast með litla bróður sínum:

Engin ummæli: