sunnudagur, júlí 02, 2006

Úr handraðanum

Þessa skrítlu klippti ég út úr blaði fyrir mörgum árum síðan, þegar ég bjó í Skotlandi. Þar sem mér finnst hún enn í fullu gildi ákvað ég að deila henni með ykkur. En eins og sjá má er ég iðin við að nota skannann minn þessa dagana, loksins þegar ég eignaðist hann er ég alveg himinlifandi og er í því á fullu að skanna alls kyns gamlar úrklippur sem ég á í fórum mínum, get satt að segja varla slitið mig frá tækinu. Gott að sjá fram á að henda slatta af gömlum pappír, ég geri það samt ekki strax, heldur set þetta allt saman í körfu sem ég ætla mér að vinsa úr síðar þau frumrit sem ég kem til með að geyma áfram. Ég ætla að skella hér broti af elstu úrklippunum sem ég á, en þær gaf mamma mér einhvern tíma fyrir margt löngu. Þær eru síðan ég var pínulítið kríli, eins og sjá má ef glöggt er skoðað.



Jólaföndur frá 1953

Ég læt svo að gamni fljóta með tvær mismunandi útgáfur af dömum sem ég fann aftan á þessum föndursíðum, en mismunurinn felst í því hvort ég skannaði þær sem "color document" eða "black and white document". Því þó dömurnar hafi ekkert látið á sjá og séu ennþá jafn fagrar og kynþokkafullar og fyrir rúmlega hálfri öld síðan, þá er pappírinn sem þær eru prentaðar á orðinn brúnn af elli.


Engin ummæli: