sunnudagur, ágúst 20, 2006

Amma Greta

Hér er önnur mynd sem mamma lét mig hafa. Hún er af ömmu Gretu (sem ég var látin heita í höfuðið á), Grethe Ásgeirsson, ungri konu í Danmörku. Ég varð svo glöð að sjá hvað þessi litla fallega mynd kom glæsilega út þegar ég skannaði hana inn og prentaði síðan út að ég bara mátti til að deila henni með ykkur með því að setja hana hérna í bloggið mitt! Þetta er upprunalega myndin, algjörlega eins og hún var, ég hef ekkert lagfært hana.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er tær snilld, hvílík fegurð!
GAA

Mo'a sagði...

This is a bautiful photo of a bautiful woman. I love the old photos and just yesterday I was at my Mother's and she gave me several old photos to scan...a great coincidence that we should both be scanning old photos....I find that the older I get the more I appreciate my famlies stories and the old photos.

Nafnlaus sagði...

hæ hæ kæra frænka og takk fyrir síðast !
Mikið er gaman að skoða allar myndirnar þínar..virkilega gaman að sjá þessar gömlu líka. Ég á reyndar eftir að skoða mikið ennþá því það er svo stutt stund sem ég næ í tölvunni á kvöldin eftir að krílin sofna ;)
Bara frábær síða hjá þér.
kveðja Vala

Saumakona - eða þannig sagði...

Takk fyrir kommentin, kæru konur!

Amma var mjög falleg kona, líka þegar hún varð eldri og bæði feitlagin og hvíthærð, eins og ég man eftir henni. Hún hafði sérstaklega bjarta og fallega húð, augun voru dimmblá og brosið blítt.

Það er sennilega af því hvað ég man vel eftir fallega, hvíta hárinu hennar ömmu sem ég er frekar löt að lita mitt hár og dreg það stundum úr hófi, svo það er komin stór, hvít rönd þegar ég loksins dríf í því.