föstudagur, ágúst 18, 2006

Þetta er nú hálfgerð klámvísa...

Í gamla daga, meðan fólk notaði ennþá molasykur með kaffinu, fengust í búðum molar svo stórir að mörgum fannst betra að kljúfa þá í tvennt og var gjarnan hafður naglbítur við höndina til þessa verks. Fyrir norðan bjó þá kona ein sem þótti all fljótfær og hafði hún einhverntíma á orði það nokkuð, meðal margra annarra gullmola, sem þarlenskir gárungar hentu vitaskuld á lofti; það er að segja það að "hún byði fólkinu nú bara klofið". Í framhaldi af því að ég var eitthvað að velta þessari konu og sögum af henni fyrir mér datt mér svo þessi (dónalega?) vísa í hug:



Í mér blóðið ólgar svo
að ekki fæ ég sofið,
best því sæmir, bara sko,
að bjóða mönnum klofið.


Svo fannst mér rétt að láta
ykkur vita af þessu:


Á rússnesku heiti ég...

Lanassa Lyuha Morozov

Og nú er ég farin að hella mér upp á kaffið sem mig langar svooo í þegar ég horfi á myndina af kaffibollanum...en ég á nú ekki einu sinni naglbít, svo ekki verður af því að hafa neitt klofið með því.

Engin ummæli: