Kíkið á þetta blogg, sem ég setti líka inn hér til hliðar.
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um stríðsreksturinn þarna suður frá, því mér finnst hann hryllilegri harmleikur en tárum taki. Mér finnst ekki þörf á að ræða réttmæti hans á neinn hátt, frekar en annarra mannsmorða.
Eins og alltaf eru það saklausir borgarar, sem eiga þá einu ósk að fá að lifa lífi sínu í friði, sem hafa orðið verst fyrir barðinu á átökunum.
Það er vonandi að umsamið vopnahlé í Líbanon haldi, eins og margir líbanir virðast treysta á. En eftir stendur gífurleg eyðilegging og svöðusár, sem seint munu gróa, í sálum fólksins sem þarna býr.
Vonandi fara Bandaríkjamenn líka fljótlega að fá sig fullsadda og hypja sig burt frá Írak!
þriðjudagur, ágúst 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli