Þessa fallegu barnabók með ljóðum sem Guðrún P. Helgadóttir (sem er nýlátin) og Valborg Sigurðardóttir hafa valið og teikningum eftir Barböru Árnason datt ég ofan á í Góða Hirðinum áðan. Reyndar er ekki alls kostar rétt að segja að ég hafi "dottið" ofan á hana, heldur var það ung kona sem líka var að skoða bækur sem rétti mér hana brosandi upp í hendurnar. Þegar ég spurði hvort hún ætlaði ekki að taka hana sjálf hristi hún bara höfuðið, en hafði á orði að það væri gott að sjá bókina lenda hjá góðum aðila sem kynni að meta hana. Þessi manngerð sækir mikið þessa verslun; fólk sem þykir vænt um gamla og/eða sérstaka eða sérkennilega muni og heillast af þeim.
Bókin er frekar illa farin; lítill snáði hefur fengið hana að gjöf frá foreldrum sínum jólin 1954 og nú hefur hún sem sagt endað för sína hjá mér. Mér fyndist satt að segja tilvalið að einhver bókaútgáfan gæfi þessa bók út á ný, líkt og gert hefur verið við Dimmalimm og fleiri dýrgripi, gamlar og góðar barnabækur.
föstudagur, ágúst 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli