sunnudagur, ágúst 13, 2006

Máfur og sjóræningjar

Ég fór að sjá "Pirates of the Caribbean" s.l. fimmtudagskvöld. Þetta er mikil "aksjón" mynd, hasar og fjör, bráðfyndin. Þetta var kvöldið sem ég hefði átt að fara og sjá Máfinn, en ég get ekki ímyndað mér annað en að þeirri sýningu hafi verið frestað, því veðrið var svo leiðinlegt. Þegar fyrsta sýningin var var ég í heimsókn uppi í Mosó og fattaði ekki hvað sýningin var snemma dags, klukkan þrjú, hélt hún væri um kvöldið, sýning númer tvö var sama kvöld og Sigurrósar-tónleikarnir og ég hreinlega gleymdi henni, þriðja kvöldið fór ég sem sagt að sjá sjóræningjamyndina. Ekki gat ég farið að flengjast norður á Dalvík til að sjá hana á fiskideginum í gær, finnst mér. - Og ég sem var búin að hvetja fólk til að sjá sýninguna hér á síðunni, æ og ó, ég er bara algjör auli að missa svona af þessu í ár...vonandi tekst mér að sjá næstu sýningu hjá þessu ágæta leikfélagi, Sýni.

Engin ummæli: