
<- Þessa mynd gerði ég í júní 2001, rétt áður en botnlanginn í mér sprakk, öllu heldur botnlangatotan sem ég hafði þá enn. Var sett á dúndur-sýklalyfjakúr sem fór heldur illa í mig, og svo tók við bið eftir því að láta taka þennan leka anga, sem ekki fékkst gert fyrr en í september, vegna sumarleyfa skurðlækna. Allt þetta fór heldur illa í mig, ekki síst andlega, því síðan hef ég víst ekkert teiknað eða málað.

Þessi mynd er kannski aðeins frekar í stíl við þá þanka, þó sumir séu nú bara nokkuð glaðbeittir á henni. ->

<- Þessa teiknaði ég þegar ég bjó á Sauðárkróki.

<-Þessi var gerð á Húsavík.





Þessar fimm eru frá unglingsárunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli