laugardagur, september 16, 2006

Horfið á þetta:


Ég man að meðan ég sinnti enn morgunverði á Hótel Frón, þar sem Sky News var yfirleitt látið ganga á skjánum yfir hausamótum hótelgesta á meðan þeir snæddu, að skipun eins eigendanna, þá komu bandarísk hjón og báðu mig please, please, að skifta um rás, svo þau hefðu lyst á morgunmatnum sínum. Svo ekki eru nú allir kanar mjög ánægðir með framgöngu fréttamanna þessarar stöðvar.

Annars fór ég í dag og sá "Limelight" (1952) í Bæjarbíói, það var hreint frábært, eins og við var að búast þar sem einn af mestu meisturum heimsins í kvikmyndagerð var á ferð.

Wikipedia: Limelight

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þetta var meiri yfirhellingin frá Galloway. Ég hefði ekki viljað vera í sporum þessarar fréttakonu.
Hvað er Hótel Frón?
Alveg er ég viss um að þú útbýrð sérdeilis prýðilegan morgunmat.

Saumakona - eða þannig sagði...

Hótel Frón er (nánast) á horni Klapparstígs og Laugavegar.