Ég var nú búin að tala um að hætta að vera með dúkkusögur hér á síðunni, en þessa verð ég að setja hér, þar sem þetta eru held ég þær dúkkur sem mér þykir vænst um af öllum sem ég hef keypt. Þetta er pólskt par, sem ég fékk sent frá Los Angeles í Kaliforníu. Það er gert í Póllandi einhvern tíma á síðustu öld. Þau skötuhjúin eru dálítið gulnuð og rykug, enda búin að standa uppi í hillu hjá afa seljandans árum saman, sem minjagripur frá ferðalögum til Póllands. Þau eru ekki stór, maðurinn er 14 cm, með hattinum. Ég læt hér fylgja með að gamni bréf sem ég fékk frá seljandanum, þegar ég skrifaði honum og bað hann um að segja mér frá því sem hann vissi um parið.
"
Greta
I am happy you are looking forward to receiving the Polish dolls. They were in my Grandmothers house on the shelf in my Grandfathers study. Both of my Grandparents were from Warsaw, Poland but lived in the USA for many years. We have some aunts and uncles still in Poland but not many. I am sorry I don't know how old these dolls are. They had several different items from Poland, most were gifts and pieces brought back from trips that they took or my aunt took. I know as they got older nobody traveled back and forth any longer, that stopped I think in the 70's. I wish I knew more to share.
I am curious, are you Polish too?
Chris
"
föstudagur, september 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli