föstudagur, september 22, 2006
Rear Window
Við Úlfur fórum síðast liðið þriðjudagskvöld og sáum "Rear Window" eftir Hitchcock í Bæjarbíói. Aldeilis frábær upplifun, alveg yndisleg mynd af gamla skólanum, "exquisit", vel gerð mynd eins og höfundar var von og vísa. Líka fannst mér gaman að sjá þessa yndislegu, gömlu tísku frá miðri síðustu öld, svo kvenleg og fáguð, en sennilega hefur tilveran hjá kvenfólkinu nú verið töluvert erfiðari á meðan tískan gerði kröfu til þess að konur væru fágaðar dömur sem sómdu sér í hvívetna. Grace Kelly var náttúrlega skólabókardæmi um eina slíka, dýrlega falleg kona.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
...Grace Kelly in "Rear Window"- "exquisit" indeed...
Skrifa ummæli