föstudagur, október 20, 2006

Aftur heima

Þá er ég komin aftur heim í heiðardalinn, eftir mjög vel heppnaða og skemmtilega ferð til Kaupmannahafnar. Þetta var sannkölluð vítamínsprauta og lyfti sálartötrinu marga kílómetra upp á við, myndi ég segja. Við vorum mjög heppin með veður, um 14 stiga hiti allan tímann og ýmist léttskýjað eða sólskin alla dagana. Það var ekki fyrr en daginn sem ég fór, það er að segja í gær, að það var kominn dumbungur og mistur yfir borgina. Svo þarf ég bara að finna út úr því hvernig ég tengi nýju, stafrænu myndavélina mína við tölvuna, svo ég geti sýnt myndir úr ferðinni.

Núna hillir líka, blessunarlega, undir endalokin á mínum umfangsmiklu eBay viðskiptum, innkaupalistinn tæmdur og ég á bara eftir að taka á móti 15 "items" og gefa þeim einkunn. En mér finnst dálítið gaman að ég er búin að fá 4 sinnum gjafir með í pökkunum, það finnst mér alveg frábært.

Engin ummæli: