miðvikudagur, október 11, 2006

Ef ykkur vantar...



...dúkkur, af öllum stærðum og gerðum, eða gamaldags skartgripi, þá talið bara við mig! :) - Það er að segja þegar ég kem aftur heim frá Danmörku.
Annars hillir undir endalok eBay viðskipta minna, sem betur fer; ég varð líka að stoppa til að fara til Danmerkur, því ekki fer ég að sinna þeim þaðan!
Annars er mig farið að langa til að prófa að selja þar líka, ekki bara að kaupa. Vandamálið er bara hvað hægt er að bjóða fólki í útlöndum til kaups sem það væri tilbúið að borga flutningskostnað fyrir, sem oft er stór hluti verðsins, þegar upp er staðið. Það yrði að vera eitthvað sem væri mjög spes. Til dæmis eitthvað eins og ein sænsk kona er með, en hún selur til dæmis gamla, sænska handavinnu á eBay.

2 ummæli:

Mo'a sagði...

Have a wonderful time in Denmark. I say go for it....nothing ventured nothing gained. Hmmmmm, I think I will follow my advise, I have so much to sell....get rid off....e-bay seems like a good place to do it.

Saumakona - eða þannig sagði...

Þakka þér fyrir góðar óskir, Móa!