Þessa sögu sendi Ragna systir mér:
Gömul kona gekk eftir ströndinni með barnabarn sitt sér við hönd. Allt í einu kom risastór alda sem hreif barnið með sér út í sjóinn þar sem það hvarf gömlu konunni. Gamla konan fell á kné og fórnaði höndum í skelfingu. Hún hrópaði á almættið og bað þess að hún fengi barnabarn sitt aftur, hún myndi gera hvað sem væri til þess að svo mætti verða.
Eins og hendi væri veifað kom önnur stór alda sem fleytti barnabarninu aftur upp á ströndina til ömmu sinnar. Gamla konan varð mjög glöð við að fá barnið aftur, hún horfði á það smá stund, leit síðan út á hafið og sagði við almættið:... ”Heyrðu! ... hann var nú með húfu”.
laugardagur, október 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli