þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Úff...

Ég sit með galtóman heila og brýt hann yfir því um hvað í ósköpunum ég geti skrifað sem frjálst verkefni í dönsku máli og málnotkun, sem ég átti að skila í GÆR!!!
Nei, ég held ég sé bara hætt í dönsku, ég er víst enginn helv... akademiker! Ég hef ekki geð í mér til að skrifa einhverja lærða ritgerð upp úr einhverju sem ég sanka að mér af lesefni eftir aðra og sjóða svo ritgerðargraut upp úr því. Svei mér þá :(

P.s. Fann mér loks ritgerðarefni sem ég hef nú víst ástríðufullan áhuga á þessa dagana og er þess vegna mjög nærtækt, þar sem ég veit orðið heilmikið um það, og það tengist svo sannarlega menningu, eins og til er ætlast...hvað annað en...DÚKKUR!
Sendi kennaranum rétt í þessu yfirlit yfir hvernig ég hyggst byggja ritgerðina upp, eins og verkefni vikunnar hljóðaði upp á...samt mun styttra en hann býst við...eiginlega örstutt...en verður að duga! He, he....

Engin ummæli: