...að það séu allir hættir að lesa bloggið mitt,... líka ég sjálf! Eru allir búnir að gleyma mér? :(
(Ég er tvisvar búin að missa teljarann minn út vegna slysa á Blogger, ég hef ekki nennt að setja þann þriðja inn!)
Það fer nú víst líka að verða kominn tími á að endurskoða uppsetninguna eitthvað og henda út óþarfa dóti, rétt eins og af heimilinu mínu og hugsanlega úr heilabúi mínu líka. :) Bloggið mitt er nefnilega töluvert lýsandi fyrir söfnunaráráttu mína, eins og sjá má á öllum þeim myndum og línkum sem hrúgað er hér inn. Stundum þrái ég einfaldleika í einu og öllu, gengur samt kannski ekki nógu vel að koma honum á í lifnaðarháttum mínum, sem eru nú samt sem áður, að ég held, mun einfaldari en margra annarra.
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hæhæ..kíki alltaf reglulega hérna inn en er alltaf léleg við að kommenta :-)
Kannast við svona löngun í einfaldleika.. er komin með nýja íbúð og er að flytja af fjöllunum í bæinn eftir áramót svo nú verður líklega margt sem fær að fjúka í ruslið í flutningunum ;-)
Þú ert svo alltaf velkomin í kaffi!
Takk fyrir kommentið, Ásta mín. Það verður gaman að fá þig í bæinn. Ég kíki örugglega til þín, og þú ert líka alltaf velkomin til mín.
Margblessuð, kæra kona, nei, ég er bara löt að kommentera en kíki á þig alltaf af og til!! Alra bestu kveðjur!
Guðný Anna
Átti að vera allra.....hehehe
Takk fyrir kommentið, Guðný Anna. Ég er nú víst sjálf heldur ekkert alltof duglega að kommenta í annarra manna blogg þessa dagana, svo mér ferst nú kannski ekki að væla! Hehe...
Skrifa ummæli