...laugardagur og sunnudagur eru söludagar í Kolaportinu hjá mér...að þessu sinni til ágóða fyrir sjálfa mig!
Það gekk mjög vel og mér fannst rosa gaman að vera þarna að selja...ég held ég sé barasta komin með nýja bakteríu...sem sé Kolaportssölubakteríuna! Það liggur við að mig langi til að fara með meirihlutann af eigum mínum og koma þeim í verð þarna niður frá!
Sem minnir mig nú reyndar á að ég hef einu sinni komið inn á heimili þar sem íbúarnir höfðu gert akkúrat það...sem sé tæmt heimilið til að selja í Kolaportinu...það var nú heldur tómlegt um að litast og ekki mjög heimilislegt, verð ég að segja.
laugardagur, desember 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég hef verið tvær helgar að selja í Kolaportinu með dóttur minni og mér fannst það æðislega gaman!
Góða skemmtun áfram!
Bestu kveðjur, GAA
Takk fyrir það. Ég á örugglega eftir að skemmta mér þarna áfram, á nýju ári!
Skrifa ummæli