Þessa mynd ætla ég absolútt að fara að sjá á laugardaginn kemur:
Spænska kvikmyndin Deprisa, deprisa eftir Carlos Saura. Myndin segir frá vinahópi sem lifir hratt og hættulega í glæpaveröld Madridborgar á áttunda áratug síðustu aldar.Sjónarsvið myndarinnar eru borgarhverfi Madridar og nágrennis í stórkostlegum senum undir fallegri flamenco og rokktónlist.
Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, þriðjudaga kl. 20:00og laugardaga kl. 16:00. Miðasala opnar ca. hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er kr. 500,-.
P.s. Þessi mynd var fullkomlega þess virði að keyra suður í Hafnarfjörð til að sjá hana .
Hún endar heldur dapurlega, eins við var að búast.
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk fyrir ábendinguna, ætla örugglega að fara og sjá hana. Ég elska Saura.
Hmm...því miður var þetta seinni sýningin af tveimur.
En kvikmyndasafn Íslands er með fleiri frábærar myndir á dagskránni á næstunni. Hana finnur þú hér: http://kvikmyndasafn.is
Skrifa ummæli