þriðjudagur, janúar 16, 2007
Moussaieff
HÉR er til gamans smá fróðleikur úr Wikipediu um Shlomo Moussaieff, föður Dorritar, forsetafrúar okkar. Einnig er á síðunni að finna tengla á fróðleik um ýmsa merka ættingja frúarinnar, til dæmis rabbíann gamla, langafa hennar. Þetta er hörkulið með mikla sjálfstæðisþörf. Það kom fram í Kastljósviðtali hjá Evu Maríu s.l. sunnudagskvöld að Dorrit fór að heiman 16 ára gömul, vegna þess að hún vildi standa á eigin fótum. Karli föður hennar var á sínum tíma fleygt út af heimili föður síns 12 ára gömlum, af því að hann neitaði að biðjast fyrir. Honum hefur nú samt sem áður vegnað vel á veraldarvísu seinna meir, þó sjá megi af æviágripinu að ekki hefur hann alltaf siglt sléttan sjó um dagana.
HÉR er linkur á forngripasafn karlsins. Flestir munir þess munu tengjast Biblíunni á einhvern hátt, þrátt fyrir að pollinn hafi neitað að biðjast fyrir á unglingsárum.
HÉR er sagt frá mynd sem gerð var með styrk frá ísraelska sjónvarpinu um Shlomo Moussaieff.
HÉR er svo mjög hatursfull síða um gamla manninn. Þar er hann sakaður um að hafa meira og minna stolið þessum forngripum og demöntum sínum (og þaðan af verra); það er að segja því er haldið fram að hann hafi hagnast á því að höndla með stolið góss. - Hvað sem því líður, þá eru viðskipti á þessu sviði örugglega oft á gráu svæði, það fer ekki á milli mála. Samanber til dæmis handritamálið milli íslendinga og dana á sínum tíma, þó þar hafi að vísu ekki verið um viðskipti að ræða, heldur milliríkjadeilu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli