mánudagur, janúar 01, 2007

Nýár

Nýr dagur, nýtt ár. - Hvað mun það bera í skauti sér?

Gamla árið var mér gott. Ég hætti að vinna og byrjaði í námi. Fáar bækur lesnar, samt sem áður, þeim mun meira fjölgaði ómælandi íbúum íbúðarinnar, sem ég gægist daglega á í skápnum mínum og skoða og handleik. Á næsta ári ætla ég að vera duglegri að hreyfa mig út af heimilinu og líka að sinna betur hlutum hér innanstokks. Stúdera mataruppskriftir, baka , elda, þrífa og bjóða til mín gestum, því ég veit fátt skemmtilegra en að fá gott fólk í heimsókn. Ég hef látið plássleysi og tiltektarleti hamla mér í þeim efnum, en það er ekki endalaust hægt að horfa í það, maður verður einfaldlega að koma til dyra eins og maður er klæddur og gestir verða þá bara að sitja hver undir öðrum, þó allir muni fá sinn eigin bolla og disk.

Verið óhrædd, það er lyfta í vitanum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eigðu skemmtilegt og gefandi ár, saumakona, og þakka þér samverustundir á netinu þetta árið!

Saumakona - eða þannig sagði...

Þakka þér fyrir og sömuleiðis, Guðný Anna!