Um leið og ég þakka ykkur samveruna á árinu sem er að líða, langar mig jafnframt um leið að óska ykkur velfarnaðar inn í nýtt ár, sem vonandi færir ykkur uppfyllingu allra þeirra óska er ykkur búa í hjarta. Þessa kveðju samdi og sendir hafalda, öðru nafni Helgi Óskarsson, sem frábiður sér allar neðanmálsgreinar frá Óskari bróður sínum við þessa orðsendingu.
Þetta er jafnframt og í leiðinni áramótakveðja frá saumakonunni sem gerðist vitavörður, það er að segja eiganda þessa bloggs, og líka frá Óskari.
sunnudagur, desember 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli