Morgunlestur: Mk 6.1-6
Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum. Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans? Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss? Og þeir hneyksluðust á honum.
Bæn dagsins
Andspænis illsku og ranglæti vil ég ekki missa móðinn, heldur vil ég rísa upp og standa með því sem er rétt og satt, og ég vil horfast í augu við framtíðina með hugrekki, friði og gleði. Amen.
http://www.tru.is/almanak
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli