miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Flottar útvarpsrásir

Rúv:
Svo er þessi rás líka nýbyrjuð og flott:

Franskt útvarp FM 89.0 Radio France Internationale hóf útsendingar hér á landi í fyrsta sinn um síðustu helgi og útvarpar allan sólarhringinn og alla daga vikunnar á tíðninni FM89,0. Útsendingin er til eins árs í senn og nær yfir allt höfuðborgarsvæðið.

Útvarpsrásin fer í loftið hérlendis samhliða hinni umfangsmiklu frönsku menningarhátíð, „Pourquoi-Pas? Franskt vor á Íslandi", sem hefst 22. febrúar.
http://www.pourquoipas.is.

Radio France Internationale er frönsk opinber útvarpsrás rekin af utanríkisráðuneyti Frakklands sem útvarpar á um 20 mismunandi tungumálum. Fjöldi áheyrenda nemur 44 milljónum, þar af eru 25 milljónir í Afríku. Í Evrópu er fjöldi áheyrenda um 2 milljónir. Rásin er með 150 senda víða um heim og er í samstarfi við 340 mismunandi útvarpsrásir, sem útvarpa dagskrá RFI í heild sinni eða að hluta. Rásin flytur fréttir á hálftíma fresti með áherslur á alþjóðamál.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nohh, þetta vissi ég ekki, er þá allt á frönsku þarna?
Til hamingju annars með nýja bloggstaðinn hjá Mogganum, ég missti af þér á tímabili, þegar þú varst að breyta síðunni þinni.
Einhvers staðar las ég það, að allir sem voru að þrasa á Málefnin.com á sínum tíma, væru nú komnir á Moggablogg og farnir að þrasa þar undir fullu nafni - örfáir lentu reyndar á Barnalandi - LOL
Veit ekki hvort það er satt og rétt.

Nafnlaus sagði...

PS.

oh, þetta átti víst að vera frá mér, Lalla