mánudagur, mars 12, 2007

Morgunlestur: 1.Pet.1.13-21

Gjörið því hugi yðar viðbúna og vakið. Setjið alla von yðar til þeirrar náðar, sem yður mun veitast við opinberun Jesú Krists. Verið eins og hlýðin börn og látið eigi framar lifnað yðar mótast af þeim girndum, er þér áður létuð stjórnast af í vanvisku yðar. Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. Ritað er: Verið heilagir, því ég er heilagur.


Bæn dagsins

Guð faðir á himnum. Í dag bið ég fyrir hinum ungu í blóma lífs síns og fyrir hinum öldnu sem þroskast til uppskerutímans. Ég bið fyrir öllum dögum og stundum sem Drottinn gefur mér að lifa og að ég læri að helga honum tíma minn. Drottinn, miskunna þú oss. Amen

Engin ummæli: