fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Morgunlestur: Sk 7.1-13

Þá kom orð Drottins til Sakaría, svo hljóðandi: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi. Veitið ekki ágang ekkjum og munaðarleysingjum, útlendingum né fátækum mönnum, og enginn yðar hugsi öðrum illt í hjarta sínu.

Bæn dagsins

Drottinn Guð, þú skapaðir oss í þinni mynd og tókst inn í sáttmála náðar þinnar í heilagri skírn, til þess að við mættum vera þín börn og erfingjar fyrirheita þinna. Vér þökkum þér fyrir undur miskunanr þinnar og biðjum þig: Stjórna oss með anda þínum svo að vér þekkjum þig réttilega, elskum þig af öllu hjarta og þjónum þér í friði þínum, uns vér fullkomnumst fyrir augliti þinu, eins og þú hefur heitið oss.

Lesa áfram á http://www.tru.is/almanak

Engin ummæli: