
Lífsklukkan tifar og telur mín spor,
hún telur daga og nætur,
telur hvert sumar, vetur og vor
og veit mínar dýpstu rætur.
Lífsklukkan skilur allt lífsins mál,
um líf mitt stendur hún vörð,
er vitund míns hjarta og vakir í sál
og veit mínar stundir á jörð.

í framtíð er dulinn vafi.
Líf mitt er aðfall og útsog í senn,
andblær af tímans hafi
Bragi Einarsson
Bragi, hafðu þökk fyrir þetta ljóð og einnig allt það yndi sem þú skapaðir og veittir okkur samborgurum þínum með lífsstarfi þínu, unaðsreitnum Eden, Paradís á jörð.
Vonandi tekst nýjum eigendum að viðhalda þeim anda friðar og vellíðunar sem maður fann þar ávallt í hverri heimsókn, svo að enn um sinn verði gaman að skreppa í Eden í Hveragerði sér til andlegrar upplyftingar.
* Fleiri sem blogguðu um Braga: hlymur ; Kjaftatíkin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli