Svo vil ég líka fara að fá almennilegt vor í staðinn fyrir skítakulda og gjólu dag eftir dag...og hananú!

Annars er það helst í fréttum að Lárus litli er búinn að vera hjá okkur síðan á föstudaginn. Þá um kvöldið fórum við í mat til mömmu og pabba og fengum æðislega páskalambssteik, segi svona, auðvitað var það bara venjulegt, íslenskt fjallalamb. Mamma er listakokkur.

Mér finnst alltaf gaman að koma í Eden, sérstaklega vegna þess að ég man eftir því þegar það var bara í einu litlu gróðurhúsi með afgreiðslu í öðrum endanum, þar sem Lillý systir vann sér um tíma inn vasapeninga með því að leysa Braga af meðan hann skrapp heim í kvöldmat! Mamma gaf honum líka fyrstu gúmmíplöntuna sem hann eignaðist og ræktaði síðan út frá skara annarra plantna til sölu. En hvar mamma fékk sína plöntu hef ég ekki hugmynd um. Svo keypti Bragi húsið af foreldrum mínum þegar við fluttum austur að Klaustri í annað sinn og býr þar enn. En svo er hann víst búinn að selja þetta ævistarf sitt núna og ætlar að flytja í Mosfellsbæinn.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli