þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Útlitspælingar

Vá! Ég varð hálf manísk í gær og kláraði að skrifa inn öll Tanzaníubréfin mín, sem ég byrjaði á í fyrradag, potaðist við þetta til klukkan 3 í nótt! Verð svona stundum, fyllist ofuráhuga á því að klára frá það sem ég er að gera, svo var ég auðvitað með svona smá sviða í augum í dag, þó mér gangi líka illa að slíta mig frá tölvunni í dag - má ekki láta svona, svei!
En svo ætla ég að fara að byrja að sortera myndir og filmur sem ég á og er búin að ætla að gera í dálítinn tíma og láta setja það besta á diska, þá get ég farið að setja kannski einhverjar myndir frá sjálfri mér líka í þessa pósta, núna er þetta eingöngu stöff sem ég gúgla á Google Images.

Það er mjög sniðugt að geta sett myndir beint inn úr arkívum
mínum hér í Blogger, en Picasa-Hello er betra ef maður vill ráða stærðinni sjálfur. Svo ræður maður sjálfur þar hvernig kant maður fær, lengi vel setti ég fyrir mig kantinn sem Blogger setur utanum og fannst hann eitthvað ósnyrtilegur, en hef sætt mig við hann núna. Kann að vísu að taka hann burt, en það er soldil spekúlasjón þegar maður notar Blogger til að millifæra. Lærði samt nýlega hvernig ég læt texta koma hægra eða vinstra megin ef ég nota P/H, sem getur komið sér vel og kemur oft betur út en að hafa allar myndir sérstandandi.
Ég hugsa að ef ég væri ung í dag þá myndi ég hella mér í einhvers konar útlitshönnun í prentgeiranum eða eitthvað þannig, ég er búin að uppgötva að ég hef þvílíkt gaman af að spekúlera í svona og get legið tímunum saman yfir smáatriðum sem flestum öðrum finnst algjör aukaatriði, þangað til ég er ánægð, jahá!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru komin með tölvuveikina eins og sumir aðrir - einu sinni byrjað, þú getur ekki hætt

Nafnlaus sagði...

Það átti nú að standa kveðja frá Þorbjörgu, kann ekki alveg á þessi comments þín, ég þarf alltaf að sanna að ég sé manneskja en ekki vél, sem er að skrifa þetta.

Kveðja, Þorbjörg

Lys Blog sagði...

Mikið rétt að gaman er að vera að vinna með myndir. Hef gert það sjálf í 15 ár, best fynnst mér Fierworks frá Macromedia (ókeypis auglýsing).

Lilja

Saumakona - eða þannig sagði...

Takk fyrir þessa ábendingu, kíki á það!