miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Einn enn af svona ferlegum leti-nenni ekki neinu-þyrfti að gera margt-geri ekki neitt annað en að blogga-dögum í dag! Klukkan að verða fjögur og ekki farin að gera annað en að fara í sturtu, borða upphitað pasta og setja einhverja nýja og gamla línka inn á þúsaldarmúsina. Jú, og setti aftur inn snigil í staðinn fyrir litlu fluguna, í samræmi við skoðun á síðunni hennar. Er líka búin að setja audio-línk bæði á hana og saumkonuna, vesgú spís að hlusta núna!
En í tilefni af letikastinu mun ég nú gúgla eftir einhverri LETIMYND, sjá hver útkoman verður og klessa einhverjum þeirra hér inn, áður en hafist verður handa í langþráðu tiltektarstuði við að láta íbúðina líta út eins og mannabústað en ekki ruslakompu eða útibú frá
Góða Hirðinum.

Þetta varð sem sagt hin sjónræna útkoma á að gúgla LAZY:...Á sem betur fer langt í land með að ná þessum tveimur (verður ekki reynt!)......líkist (enn sem komið er og stendur til áfram) frekar þessari, að sögn míns heittelskaða...

...en gæti alveg hugsað mér að vera í þessum sporum...nú, eiginlega frekar þessari STÖÐU... ;)
...En NÚ hefst tiltektin!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha ha, held það sé nú ansi langt í það að þú líkist þessum tveimur efstu, það væru nú frekar sumir aðrir, hm hm, nefni engin nöfn, kannast svo sem við letidaga, nema nú ætla ég að finna upp eitthvað annað nafn á þeim, eins og t.d. "elskaðu sjálfa þig" daga eða eitthvað í þeim dúr.
Kveðja Þorbjörg,
ok, best að sanna svo að ég sé manneskja en ekki vél sem er að skrifa þetta, með því að þylja upp einhverja næstum ólæsilega stafi, svo mér verði hleypt inn í commentin þín

Nafnlaus sagði...

Ha ha, held það sé nú ansi langt í það að þú líkist þessum tveimur efstu, það væru nú frekar sumir aðrir, hm hm, nefni engin nöfn, kannast svo sem við letidaga, nema nú ætla ég að finna upp eitthvað annað nafn á þeim, eins og t.d. "elskaðu sjálfa þig" daga eða eitthvað í þeim dúr.
Kveðja Þorbjörg,
ok, best að sanna svo að ég sé manneskja en ekki vél sem er að skrifa þetta, með því að þylja upp einhverja næstum ólæsilega stafi, svo mér verði hleypt inn í commentin þín

Nafnlaus sagði...

hukk, hún trúði ekki að ég væri manneskja en ekki vél, svo ég þurfti að sanna mig tvisvar og þar af leiðandi fékkstu víst 2 eins comments
oh, þetta er ennþá erfiðara
tqjsdevo

Greta sagði...

Þorbjörg mín, þú verður víst að halda út að skrá inn stafina ef þú vilt vera svo góð að halda áfram að "kommenta" hjá mér, því annars drukkna ég í auglýsingum um allan skrattann! Fékk einu sinn 10 eða 12 í bunu á þúsaldarmúsina, vá...varð voða glöð hvað margir tjáðu sig...sá að það var þá svona líka þokkalega þá, eitt komment og allt hitt leiðinda auglýsingar!
En góð hugmynd og alveg rétt hjá þér þetta með að nafnbreyta letidögum í elskudaga, eða kannski værðardaga, er það ekki fallegt? Tek þetta til greina hér með!

Greta sagði...

Flestir dagar eru nú reyndar værðardagar sem stendur hjá mér; en fer nú bráðum að pilla mig í að finna eitthvað að gera; ekki dugir að vera alveg staurblönk um alla eilífð.