fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Jæja, dreif mig þarna í ómunina og röntgenmyndatökuna (losaðist við tæplega 5 þús. krónur af því tilefni). Mér finnst munur þegar að læknir framkvæmir skoðun, eins og ómunina, að þá segir hann manni alltaf strax hvað hann sér, en tæknarnir mega náttúrulega ekkert lesa úr eða tjá sig um hvað hugsanlega sé að sjá á myndunum; þeir eru þöglir eins og gröfin og maður fær ekki einu sinni að sjá myndirnar, meðan læknarnir leyfa manni að sjá ef þeir mega vera að eða maður biður um það og útskýra svona eins mikið og þeir álíta að maður fatti.
En sem sé út úr ómun kom svo sem það sem var vitað, bólga í sin, og svo sáust smá kalkanir í vöðvafestu, æ ó. Heimilislæknirinn ákveður svo þegar hún fær niðurstöðuna hvað sé til ráða, ómarinn taldi jafnvel að kæmi til greina að sprauta í þetta. Kemur í ljós eftir helgi. Á meðan er ég bara fötluð!
Þannig að, núna ætla ég að fara og lúlla smá hjá næturverðinum mínum, vegna þess að ég svaf ekkert vel í nótt og fór svo upp kl. 7.30 og niður á hótel að vinna. Það var létt verk, mjög fáir gestir í mat (og á hótelinu), ég var búin kl. 10.15 og komin heim um 11 með strætó.

Engin ummæli: