þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Hæ, hæ...Tiltekt á líkama og umhverfi...
Aftur skemmtilegur dagur hjá mér. Byrjaði daginn á að fara til læknis (sem mér finnst nú ekkert sérstaklega skemmtilegt!) kl. 9.30, hringdi seinnipartinn í gær og fékk tíma strax í dag, mér til undrunar, hélt maður þyrfti alltaf að bíða lengur. Málið er að ég er með "frosna öxl", búin að vera að bíða eftir að hún lagaðist í mánuð, en það hefur ekki gerst. Nú fer ég í ómun á morgun, just in case, og svo þarf ég í sjúkraþjálfun til að flýta fyrir batanum. Hann verður, eins og ég vissi, náttúran að sjá um og láta koma "af sjálfu sér", því ég get ekki tekið bólgueyðandi lyf þar sem þau fara samstundis illilega með magann á mér.
Jæja, en að þessu skemmtilega! Það var að við hjúin skunduðum upp í Grafarvog til P+M og hjálpuðum mömmu að laga til í geymslunni sinni og það fannst mér svo gaman, því ég hef alltaf elskað að gramsa í dóti, eins og skemmtiferðir mínar í Góða Hirðinn eru til vitnis um. Kom svo heim með slatta af bókum sem ég ætla að fá að eiga, restin fer í fyrrnefndan GH. Líka með teikningar eftir sjálfa mig frá því ég var 9-10 ára, þar á meðal sjálfsmynd sem minn heittelskaði hló sig máttlausan að, enda er hún mjög fyndin. Ef ég ætti skanna myndi ég skanna hana og setja hér inn, en það verður því miður að bíða betri tíma og græjukaupa.
Svo horfði ég á "Allt í drasli" á Skjánum í kvöld, svona til að kóróna þennan tiltektardag. Horfði síðan á seinasta þátt af íslenska piparsveininum af Skjávefnum í tölvunni og hafði lúmskt gaman af, en prísaði mig samt sem áður enn einu sinni sæla að sonur minn varð ekki fyrir valinu til að taka þátt í þessu!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ aftur, ég var alltaf með þetta vesen að fara með myndir og láta setja á cd disk til að setja inn í tölvuna, þetta var orðið svo dýrt að ég fattaði að það var orðið ódýrara að kaupa bara skanner, keypti einn í Elko á einhv. 5.000 kr., en sennilega er hægt að fá þá dýrari og kannski með betri gærum, en mér var samt ráðlagt að kaupa aldrei þar sem væri skannari og prentari eða ljósritun í sama tækinu, það bara funkeraði aldrei eins vel.
Hey, ég kannast líka við þessi árans bólgueyðandi lyf sem drepa mig í maganum, en eitthvað varð ég að gera eftir að parkodinið var tekið af markaði, svo prufaði NAPROXEN og hef ekki fengið í magann af því ennþá, það á víst að vera best fyrir svona aumingja maga, þar sem það leysist upp í þörmunum en ekki maganum.
kveðja, Þorbjörg
ég get nú varla lesið þetta sem ég á að pára
favunmzt

Greta sagði...

Takk fyrir góð rán varðandi skanna, spái í þetta.
Já, það er fúlt að geta ekki lengur keypt 10 stk. Parkódín til að eiga uppi í skáp, maður verður víst að reyna að muna eftir að fá lækni til að skrifa upp á það næst þegar maður fer. Skrattans þú veist hverjir að eyðileggja þetta svona!
Varðandi Naproxen, þá tók ég það einu sinni í tvo daga og það kostaði mig að ég varð að hætta eins og skot og taka Asyran í viku á eftir til að jafna mig. Samt voru þetta húðaðar töflur sem læknirinn prangaði inn á mig og sagði að ættu ekki að fara í magann þess vegna. Það er vísta bara sumt fólk svona, að það getur ekki nýtt sér þessi bólgueyðandi lyf, verður bara ennþá veikara af þeim.
Ég finn heldur ekkert sérlega mikið til í öxlinni, svo framarlega sem ég forðast allar snöggar hreyfingar, aðallega get ég ekki lyft henni neitt að ráði upp fyrir mig eða aftur fyrir bak; þannig að ég er hálf hreyfihömluð út af þessu!