sunnudagur, nóvember 13, 2005


Gérard Depardieu (*aðdándasíða) - maðurinn með flauelsröddina - maðurinn með heimsins fallegustu rödd, sem myndir eins og "Allir heimsins morgnar" (Tous les matins de monde) og Cyrano de Bergerac sanna.
En segist núna, sniff, sniff, vera hættur að leika! En menn hafa svo sem sagt svoleiðis áður án þess að það hafi staðist...þó svo hann segist svo geta svarið að hafa ekki verið fullur þegar hann sagði þetta!
Skrá IMDb yfir myndir með Gérard Depardieu (*Wikipedia).
Gérard Xavier Marcel Depardieu er steingeit, f. 27. desember, 1948.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Olá! I am Portuguese and taste to know new people, as well as other cultures of the whole world! Daily I visit some blogs, and leave to say me that one sufficiently learns with all they.
Therefore aque I leave a commentary and congratulations for yours blog, pods also to visit mine in this address: www.elcoruchero.blogspot.com

Nafnlaus sagði...

Jæja, nú geri ég þriðju tilraun til að setja inn comment hjá þér, kannski koma þau bara öll 3, eða engin.
En það sem ég vildi sagt hafa er að Gérard Depardieu er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, fanta góður leikari, t.d. Cyrano de Bergerac, algert konfekt sú mynd, óður til ástarinnar.
Mér finnst Al Pacino líka sexí, en var bent á að hann væri 65 ára og pínulítill í þokkabót, það skiptir nú bara engu máli, hann er einn af þeim sem "just have it".
Að öðru, hefurðu kýkt á bloggið hennar Hörpu kennara upp á Skaga, hörkukona sem kallar hlutina sínu réttu nöfnum, ég les alltaf bloggin hennar, virkilega góð, þótt sumum finnist þau hneykslanleg og að svona hluti ræði maður ekki. Þú slærð bara inn Harpa á Leit.is og þá er hún það fyrsta sem kemur upp.