mánudagur, desember 05, 2005

Aðventa

Þetta lítur út fyrir að ætla að verða besti desembermánuður sem ég hef lifað árum saman. Depurðin, kvíðinn og leiðinn sem hafa iðulega fyllt mig í þessum mánuði á undanförnum árum lætur lítið á sér kræla. Myrkrið þrúgar mig ekki neitt, en stundum hefur það jafnvel farið svo í mig að ég hef fundið fyrir köfnunartilfinningu. Í fyrra var ég óendanlega þreytt og svaf mest allan mánuðinn, enda nýlega búin að skipta um lyf, nýhætt að vinna og var að vinna upp það sem heilsan hafði farið niður á við á þeim tíma sem leið frá því að gamla lyfið (Tamoxifen) hætti að virka og ég byrjaði á því nýja (Femar).
Í dag er þetta allt annað líf, myrkrið er bara notalegt og við hjúin notum það til að kúra við sjónvarpið og undir sæng, ég og ástin í lífi mínu, sem ég fann svo seint. Það besta sem fyrir mig hefur komið er að hitta hann Óskar minn, fyrir utan að eignast strákana mína. Sem ég heyri nú reyndar ekkert alltof oft í, þeir lifa sínu lífi og ég mínu. Ég er alveg sátt við það, það er bara gott að þeir þurfa ekki meira á múttu gömlu að halda og geta staðið á eigin fótum, og ég veit að þetta eru góðir strákar.
Ég potast við það þessa dagana að laga til hér í íbúðinni, aðallega í stofunni, ganga frá bókum og dóti sem geymt er í kössum sem standa hér úti í horni. Því þó íbúðin sé mjög góð og leigan hagstæð, þá er hún full lítil og vantar algjörlega geymslupláss, og eldhúsið mætti alveg að ósekju vera stærra líka, það er eiginlega það sem bretinn kallar "kitchenette". Gæti alveg þegið að hafa einu herbergi fleira undir "dótið" mitt, eða góða geymslu, og svo stærra eldhús. Þessi íbúð er sem sagt svo lítil, að það er enginn staður í henni þar sem hægt er að moka drasli inn, loka og segja bless; allt verður að eiga sinn stað! En samt sem áður er þetta mjög gott og verður betra þegar ég verð búin að raða þessu öllu aðeins betur. Búin að fara með eitt og annað nú þegar í Sorpu og Rauða Kross gámana og á eftir að fara með meira, hef líka stoppað við í því að draga heim dót úr Góða Hirðinum, svo þetta er nú allt í áttina. Og svo er ég nú aðeins búin að kíkja ofan í "jóladótakassana" og draga upp úr þeim smávegis af skrauti, til dæmis "Gyðingaljósið" mitt, svona til að vera eins og hinir, og það lífgar líka óneitanlega upp á í glugganum, og aðventukransinn, svo þetta er bara allt mjög gaman.
Verð að segja að sjónvarpsþættirnir "Allt í drasli" eru mjög góðir að því leyti að þeir eru manni viss hvatning í tiltektinni!

4 ummæli:

Mo'a sagði...

Thank you so much for linking to my blog.....you are the first to do this:) I have enjoyed reading the other blogs by Icelanders near and far. I hope your new medication will help in your battle. My mother is going through the same thing and I have been cancer free for 18 years....waiting for the other shoe to drop. I am so happy that I found your blogs, it has brought me to a whole new world and I have learned a lot more about my country,Iceland,that I left as a young woman.

Nafnlaus sagði...

Halló Greta mín, mikið er gott að þér líður vel og ert ekkert að láta skammdegið pirra þig eða einhvern tilbúinn jólaæsing, ég þekki þig nú þó það vel, að held þú sért bara alls ekki manngerð til að fara í jólaæsing með öllu sem því fylgir.
Ég er sammála þér með þetta bansetta geymsluleysi, ég hef akkúrat engan stað til að pota mínu dóti, en æ, læt það svo sem ekkert pirra mig. En hvernig í ósköpunum fórstu að því að flytja mig í Kópavoginn allt í einu?
Annars kýkti Jónas bróðir til mín í dag og ég sýndi honum þessa fallegu minningarsíðu um Jóhönnu og hann ætlar að láta Hönnu sína vita, hún er ennþá úti, en kemur heim um jólin og gefur þá út sína fyrstu plötu - eða CD disk - við vitum ekkert okkar hvernig líf okkar mun þróast eða hversu lengi við verðum á þessari jörð, hún Jóhanna var sko ekkert á förum, þegar var kallað á hana, en ég skil samt þennan kvíða sem kemur upp hjá þér, held að þú værir bara ekki mannleg ef þú fyndir ekki fyrir honum.
Kveðja, Þorbjörg

Saumakona - eða þannig sagði...

Þorbjörg mín, skil nú ekki alveg sjálf hvernig ég fór að því að flytja þig þangað...kippi þessu í lag í hvelli :)
Held að þú æsir þig nú svo sem ekkert heldur, bara njótir jólastússins, er það ekki rétt hjá mér?

Saumakona - eða þannig sagði...

m'oa,
I´m so glad you like my blog!
Let´s hope that in your case the other shoe never drops.
In this context I must tell you that it´s considered very rare to have a recurrence so long after the initial diagnosis as it was in my case.