þriðjudagur, janúar 31, 2006

Bara að gamni...


...ein rosa sniðug mynd af lítilli systurdóttur minni...
~Ragna Huld~

Var að skoða albúmið hennar á Barnaland.is. og verð að viðurkenna að ég varð svona pínu abbó út í systur mína að vera orðin amma á undan mér, þó hún sé 4 1/2 ári yngri.
Að vísu er ég plat-langamma, en það er samt ekki það sama, þar sem ég umgengst son minn og tengdadóttur ekki mjög mikið.
Þau eru oft með hana í pössun og mér finnst alltaf jafn fyndið að heyra barnið kalla 33ja ára gamlan son minn AFA ! :)
Konan hans er nefnilega 10 árum eldri en hann og mamma stelpunnar er einkabarn hennar. "Strákurinn minn" er orðinn dálítið þunnhærður og þybbinn, auk þess sem hann er svakalega rólegur í tíðinni og þess vegna má kannski alveg segja að hann sé eilítið afalegur, þó hann sé ekki eldri en þetta. Mér sýnist hann alla vega sóma sér vel í þessu hlutverki, þó svo hann hafi hlaupið yfir það að verða pabbi, eins og hann sagði sjálfur hlæjandi við mig.





Eysteinn með Lillu-Sibbu (Lilju Sif),
langömmubarnið mitt (í plati).

Engin ummæli: