
Ömurleg sú tilhugsun ef heil kynslóð af fólki, eða alla vega sá hluti hennar sem býr við okkar dásömuðu tæknimenningu, á eftir að ganga um hér á jörðinni heyrnarsköðuð ævina út eftir notkun á svona litlu og ómerkilegu tæki.
Annars er þetta búinn að vera mjög skemmtilegur dagur hjá mér, því ég fór með Óskari og Höskuldi vini hans að horfa á nemendasýningu hjá Heilsudrekanum í Ráðhúsi Reykjavíkur, en Óskar hefur verið í tímum þar núna í janúar. Því ég gaf honum reyndar mánaðarkort þar í jólagjöf, þar sem ég vissi að það var ein af hans heitustu óskum, enda er hann mjög áhugsamur og duglegur að sækja tíma og líka að æfa sig utan þeirra. Hann var beðinn um að vera með í sýningunni, en treysti sér ekki að vera með strax, þó mér finnist reyndar hann vera orðinn ótrúlega góður miðað við þann stutta tíma sem hefur æft. En hann ætlar að vera með næst þegar verður sýning.

Pálína í Bláa Geislanum var að vísu líka sumarið áður búin að benda á brjóstið á mér og segja að það væri eitthvað að þarna, en ég gerði svo sem ekkert með það og vissi svo sem ekkert hvað það ætti að vera. En nóg um það...

Svo keyrðum við Höska heim og hann bauð okkur upp á mexíkóskt kaffi, sem er neskaffi með heitri mjólk, eða café au lait upp á frönsku.
Núna er ég hér ein í stofunni því Óskar lagði sig áður en hann fer að vinna í kvöld. Horfði á Söngvakeppnina, engin flott lög í kvöld, því miður, og Spaugstofu sem var heldur ekki spes og er svo að dúllast hér í tölvunni þangað til Óskar vaknar og ég keyri hann niður á hótel, svo ég hafi bílinn í fyrramálið, því mig grunar að ég þurfi að mæta þá í morgunmatinn. (En svo reyndist nú samt ekki, svo ég sæki hann bara þegar hann er búinn.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli