mánudagur, janúar 23, 2006

Æ, önnur svefnlaus nótt, líka aulahættinum í sjálfri mér að kenna að gefast alltaf upp og rjúka fram úr rúminu, í staðinn fyrir að reyna að heilþvo sjálfa mig til að sofna... tæma hugann, anda rólega o.s.frv...málið er að maður gerir það ekki svo auðveldlega með stöðugan krampa INNAN í öðru hnénu, sem enginn læknir hefur hingað til getað fundið út úr að lækna...æ...jæja...
...en nú fer ég hálfdottandi til læknis á eftir að ræða fjárnám mitt á ríkinu og ykkur hinum...hehehe...z z z...z z z....málið er að svefnleysið stafaði að einhverju leyti af kvíða fyrir læknisheimsókninni, ekki það skemmtilegasta sem ég geri, og allra síst með þetta málefni til umræðu...veit ekki hvort ég legg nokkuð í að taka blessað hnéð heldur til umræðu einu sinni enn...fyllist alltaf svona "þú ert bara aumingi að kvarta" tilfinningu þegar á hólminn kemur...labba samt oftast guðs lifandi fegin út frá honum (í þessu tilfelli henni) þegar erindinu er lokið.
- - -
Jæja, þetta gekk nú prýðilega, enda doktorínan hin ljúfasta kona og ljómandi falleg þar að auki.
Umsókn um örorku komin í vinnslu og leit hafin að nýjum bæklunarlækni til að rannsaka þessa undarlegu hné-erfiðleika mína. Svo bráðlega verð ég komin með vottorð upp á að vera löggiltur aumingi, nei, bara djók, ljótt að segja svona. Tekur einhverjar vikur, að vísu tók þetta ótrúlega skamman tíma, miðað við það sem mér hafði verið sagt, í fyrra þegar ég fékk endurhæfingar- örorkuna. Reyndi náttúrulega að kvarta og bera mig eins aumlega og ég gat, ekki dugir að þykjast vera sprellfjörug í þessu tilviki, gott að þetta er frá.
- - -
Gleymdi að segja áðan að mér fannst íslenski spennuþátturinn í gærkvöldi bara nokkuð efnilegur unglingur og gaman að horfa á hann, þetta er alveg að gera sig, þó senurnar tækjust misvel.
Ætla að leggja mig núna og vita hvort ég get ekki blundað til sex, þá ætti ég nefnilega að fara á fund, en sé til hvort ég treysti mér, því ég vil náttúrulega ekki verða mér til skammar með því að byrja að dotta og hrjóta undir herlegheitunum.
- - -
Ekki dugði að leggja sig, sofnaði smástund og vaknaði svo aftur, nákvæmlega jafn syfjuð, svo ég hringdi og afboðaði mig og verð hér heima í rólegheitum í kvöld.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að það gékk vel hjá lækninum greta mín, en vona að það finnist eitthvað út úr því hvað er að baga þig í fætinum. Krampi = getur verið skortur á kalki eða kalium, magnesium, svona svo ég gerist skottulæknir.
En vertu bara velkomin í hóp löggiltra aumingja, kannaast við þessa tilfinningu og oft hefur maður fengið að heyra það, en það er hætt að bíta á mig núna, maður verður ónæmur.
Spennuþátturinn íslenski svæfði mig, svo ekki fannst mér hann upp á marga fiskana, var hins vegar að horfa á mynd sem ég tók upp, æ þarna um stúlkurnar í klaustrinu á Írlandi, Magdalenasystur eða eitthv. svol. og fannst hún sjokkerandi og áleitin, góð mynd.
En vona að þér fari að líða betur,
þín vinkona Lalla

me sagði...

Bara að prufa hvernig þetta virkar, loksins komin á kaf í þetta, kann samt ekki mikið ennþá,

Lalla