föstudagur, júní 23, 2006

Fýluferð...og þó...;o)

Ha, ha, ha!!!
Ég skrapp í Góða hirðinn áðan og aldrei þessu vant fór ég algjöra fýluferð og sá E K K E R T sem mig langaði í eða gat hugsað mér að kaupa eða fá gefins! - Það hefur þó komið fyrir einu sinni eða tvisvar áður, að mig minnir. Mestu líkurnar á að eignast þarna fallega og eigulega muni á maður með því móti að vera mættur fyrir klukkan tólf á hádegi og stilla sér upp í hópinn sem bíður alltaf fyrir utan þarna og geysist síðan inn þegar opnað er á slaginu. En þegar ég hugsaði með mér að ég gæti þó alla vega fengið mér kaffisopa kom í ljós að það var ekki einn einasti kaffibolli hreinn. Það er alveg í örugglega í fyrsta sinn sem það hefur verið svo þegar ég hef komið þarna, yfirleitt er mjög vel passað upp á það sé heitt á könnunni og nóg af bollum, mjólk og sykri. Mig langaði samt ekki nóg í kaffi til að fara neitt að rexast í því, svo ég keyrði bara í sólskini dagsins í ísbúðina í Álfheimunum og keypti mér einn indælan jarðaberja-banana-jógúrtís-mjúkdrykk...
...uhmmm...nammi!!!

...Svo er um að gera að drífa sig út og velta sér upp úr dögginni í nótt og í Skagafirði ætti fólk að fjölmenna upp á Tindastólinn, setjast þar á krossgötur og skima eftir óskasteininum góða. Hér er listi yfir aðra staði þar sem þið gætuð hugsanlega fundið óskasteina í nótt. Hér er meiri fróðleikur um náttúrusteina og hér er enn meira!

Gleðilega Jónsmessu!

Skyldi þetta vera óskasteinn?
Prófaðu að smella á hann með músinni...

Um Jónsmessuna: grasagudda.is; Þjóðminjasafn Íslands

Engin ummæli: