sunnudagur, júní 18, 2006

Garg!...og sumar og sól!

Einhver hélt því fram að þrautin með ávaxtakastandi apana í Haven væri sú svínslegasta í Myst Revelation, en mér tókst nú samt nokkuð fljótlega að fá þá til gera skyldu sína. Sú svínslegasta hlýtur að vera þrautin sem ég er að glíma við núna, í Spire-kaflanum. Í henni á ég að stilla hljóðkristala til að opna lás svo ég komist úr stól með stjórnborði sem ég sit í og geti haldið áfram að kanna furður staðarins. Hvernig í andsk.... á að vera hægt fyrir venjulegt fólk að framkvæma þessar fjórar stillingar á þremur ásum á innan við mínútu, þegar takkarnir detta svona oft til baka úr fari sínu jafnóðum og maður stillir þá? (Enda sá ég á netinu að það er hægt að kaupa "patch" við leikinn sem lengir tímann sem maður hefur til að leysa þessa þraut. Ég er ekki hissa). Garg, garg, garg...

Ég er hætt þessari glímu í dag og farin að huga að því að pakka niður í tösku helstu nauðsynjum fyrir sólbaðsveður og ganga skikkanlega frá hlutum hérna heima. Já, því ég flýg til Egilsstaða snemma í fyrramálið, í sólina og sumarið. Stendur til að eyða degi þar og halda svo til Akureyrar og vera þar í einnhverja daga. Vei! (Á meðan mun Securitas að sjálfsögðu halda áfram að sjá um að vakta íbúðina mína og eigur mínar í henni, sem áður).

Engin ummæli: