mánudagur, júní 19, 2006

Hæ og hó!Mér tókst fjótlega með smá þolinmæði að leysa þrautina sem ég gargaði yfir í seinustu færslu (án þess að kaupa mér "bót", vel að merkja!) og nú er ég stödd á góðum stað í leiknum til að geyma mér eins og útvalinn sælgætismola þangað til ég kem aftur heim úr ferðalaginu. Þetta er fallegasti hlutinn af leiknum, staður sem heitir Serenia. Myndin hér fyrir ofan er þaðan. Ég má líka til með að setja hér inn mynd úr hjónaherberginu í Tomahna, það væri ekki amalegt að sofa í svona fallegu svefnherbergi. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af þakgluggum eins og eru á því. Enda kalla bretar þakglugga "skylights". Sennilega er það hvernig birtan fellur á rúmið og líka liturinn og áferðin á rúmfötunum það sem heillar mig svona mikið við þetta herbergi. Samt er nú núverandi svefnherbergið mitt bara ansi snotur, þó það sé heldur lítið.Nú er ég sem sagt algjörlega tilbúin fyrir ferðalagið, vakna klukkan 7 í fyrramálið og verð mætt á völlinn klukkan 8. Ég bið ykkur vel að lifa þangað til ég kem aftur heim. Ég hlakka mikið til!

Engin ummæli: