miðvikudagur, júní 14, 2006

Öðruvísi dagar

Síðast liðið mánudagskvöld fór Óskar að sjá goðið úr Pink Floyd, Roger Waters. Ég held ég linki bara á síðuna hennar Þorbjargar fyrir lýsingu á þeirri dýrð. En það tók hann 2 klst. að komast heim eftir tónleikana, þvílík var umferðin þegar mörg þúsund manns yfirgáfu Egilshöll á sama tíma. Þó lagði hann bílnum hinum megin við golfvöllinn og taldi sig hafa sloppið vel við traffík.

Nú eru þeir Lárus farnir í ferðalag, lögðu af stað í gærkvöldi og voru á Akureyri í nótt. Óskar fór í morgun og heimsótti mömmu sína, hana Brigitte, á sjúkrahúsið, en hún hefur legið þar undanfarið, fór í mjaðmarskiptiaðgerð. Hann býst við að taka hana með sér heim á Neskaupstað á morgun. Vonandi gengur það vel, ég held að hún sé ósköp lasin.

Á meðan er ég í miklum rólegheitum hér heima. Ég hef skemmt mér það sem af er degi við að spila Myst IV, Revelation - mjög gaman, þetta eru svo vel gerðir og fallegir leikir. Ég er nýlega búin með Myst V, End of Ages,tókst loks að komast í gegnum hann, en þurfti samt að sækja mér smá hjálp (walkthrough) á netið. Er líka búin að kíkja smá fyrir þennan leik, hef samt ekki sótt mér nema eina lausn í heild, sem mér fannst of mikið vesen að brjóta heilann um sjálf, því það gerir maður svo sannarlega í þessum leik, þangað til liggur við að hann fari í mask, stundum, og það vil ég ekki láta gerast; þess vegna lét ég þetta eftir mér til þess að komast áfram í leiknum. Annars er lang skemmtilegast að finna sem mest út sjálfur, þá verður maður svo montinn af sjálfum sér hvað maður sé klár!

Svo ætla ég á eftir að kíkja smá á húsverk og reyna að gera svolítið fínt hjá mér á meðan ég er hér ein og enginn til að hjálpa mér við að rusla út, ekki það að ég sé ekki fullfær um slíkt einsömul. Önnur tíðindi: Að fenginni slæmri reynslu hef ég ákveðið að skipta símatengingunni minni úr Símanum yfir í Ogvodafone og læt þá líka taka greiðsluna af kortinu mínu en ekki senda seðil. Þetta var allt komið í tómt bull hjá Símanum. Það hafði einhvern veginn dottið upp fyrir hjá okkur að greiða nokkra seðla frá þeim á síðasta ári, svo þeir klipptu á tenginguna núna á mánudagsmorguninn og svo var meiriháttar vesen að koma netinu inn aftur eftir að þeir rausnuðust til að tengja aftur eftir að við fórum á staðinn og greiddum þá. Þeir sögðust reyndar hafa sent okkur aðvörunarbréf í desember eða janúar, ég meina það...þvílíkt bull og vesen. Einhvern veginn hef ég misgáfaða bréfbera Póstsins grunaða um að hafa sett seðlana og aðvörunarbréfið inn um vitlausa bréfalúgu í vetur sem leið. En netið datt sem sé inn aftur hjá mér í morgun, eftir að hann Henning hjá BTnet (þar sem við erum með ADSL) gekk í að redda því inn. Annars er ég að hugsa um að færa ADSL tenginguna líka til Ogvodafone, því þá fæ ég ýmis fríðindi út á það, frían heimilssíma að einhverju leyti o.s.frv. Á eftir að skoða það, að öðru leyti en þeim kostum sem gæinn þuldi upp úr sér í símann þegar ég gekk frá færslunni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tónleikarnir voru í einu orði sagt geðveikir, ég er að hugsa um að gerast "grúppía" og elta þá út um allan heim. Verst hvað ég er skratti flughrædd. Mér líst vel á manninn þinn, við eigum greinilega eitthvað sameiginlegt, og svo er ég bara orðin fræg í útlöndum og allers

http://www.pinkfloydz.com/roger2006/index12june.htm

hmm, fattaði ekki að ég hefði kannski getað grætt eitthvað á þessu, nei nei, hann Waters fær líka mörg stig frá mér fyrir það sem hann baunaði á þá vinina Bush og Blair. Ég var líka um 2 tíma að komast heim.
Leiðinlegt að þú sért ekki ánægð með Símann, ég er alltaf þar og fæ bara reykninginn í heimabankann minn, no problem. Það getur vel verið að það sé hægt að fá þetta einhvers staðar ódýrara, en þetta er alltaf að breytast eins og allt á Íslandi, svo ég held ég haldi mig við Símann áfram.
Ég ætla að kýkja á þessa leiki sem þú ert að tala um, er ekki ennþá komin niður á jörðina sko eftir tónleikana, ég er örugglega ekkert viðræðuhæf ennþá, enda átti ég tíma hjá mínum fasta læknir í morgun og eina sem við töluðum um voru náttúrl. tónl. Hann var fúll yfir því að hafa ekki komist, hann er af okkar kynslóð.

Wish you were here and there ....

Kveðja, Lalla

Nafnlaus sagði...

Ég sagði að ég væri ekki viðræðuhæf þessa dagana, og það er víst rétt, því þarna fóru nú bara tárin að renna:

Not in my name, Tony, you great war leader you
Terror is still terror, whosoever gets to frame the rules
History's not written by the vanquished or the damned
Now we are Genghis Khan, Lucretia Borghia, Son of Sam
In 1961 they took this child into their home
I wonder what became of them
In the cauldron that was Lebanon
If I could find them now, could I make amends?
How does the story end?

LEVAING BEIRUT BY ROGER WATERS

Lalla