laugardagur, júní 17, 2006

Tiltekargleði

Mikið rosalega miðar mér vel áfram með að grisja út úr dótinu mínu þessa dagana! Góði hirðirinn kemur til með að græða slatta þegar ég verð búin að koma þessu til skila til þeirra í gegnum Sorpu. Sumt af þessu er meira að segja bækur sem þeir fá að selja aftur, þó svo sumar þeirra hafi ég að vísu hirt úr "ókeypiskösunum" þeirra. Rosa góð tilfinning að hafa loks getað tekið ákvörðun um að hætta að geyma einhverjar eldgamlar skræður sem safna bara ryki og ég á aldrei eftir að lesa. Svo tókst mér að fara í gegnum öll gömlu kortin mín og raða þeim nokkuð skipulega niður í kassa, staflann af ónotuðum kortum hef ég ákveðið að gefa í G.H., ég kaupi hvort sem er alltaf ný fyrir hver jól af Sos-barnaþorpunum, Barnaheillum og Amnesty og jafnvel einhverjum fleirum. Ég skrifa svo fá jólakort að ég sit alltaf uppi með búnka af ónotuðum kortum eftir hver einustu jól. Á morgun ætla ég svo að raða gömlum sendibréfum sem eru tvist og bast í kössum hjá mér öllum í sama kassann, ef að líkum lætur. Þetta eru bæði bréf frá mér til annarra, sem mamma lét mig fá og svo bréf sem ég hef fengið frá hinum og þessum, aðallega þó mömmu, í gegnum tíðina.

Sem betur fer, liggur mér við að segja, er ég föst í Myst, í þraut sem er lýst í vísbendinasíðu á netinu sem þeirri almest pirrandi og svínslegustu í öllum leiknum, ég er að vísu búin, með hjálp vísbendinganna, að fatta hvernig ber að leysa þrautina, sem þrátt fyrir það er alls ekki auðvelt og heldur tímfrekt til að ég tími að henda honum í það þessa dagana. Geri kannski smátilraun á morgun, en alls ekki meir, svo geta litlu apaskrípin bara haldið áfram að hoppa um og djöflast fyrir mér! ;o)


Já og svona í restina:

Gleðilegan 17. júní !
...og passið ykkur nú að muna eftir regnhlífinni og treflinum ef þið hættið ykkur í skrúðgönguna, svo þið ofkælist ekki!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha, gaman að vera föst í leik, ertu viss um að þú náir að hætta? ( Það er engin leið að hætta )

Lalla

Saumakona - eða þannig sagði...

Það kemur bara í ljós...