sunnudagur, júlí 16, 2006

Draumur á Jónsmessunótt


Í dag fórum við að skoða Árbæjarsafn, það var gaman að koma þangað eins og ævinlega og huggulegt að fá sér kaffi í Dillonshúsi. Það var meira að segja nógu hlýtt og gott veður til að sitja úti og það í glampandi sól.





Á heimleiðinni fór ég að hugsa um leiksýningu sem ég sá sviðsetta í Elliðaárdalnum fyrir þremur árum og ég held að sé barasta minnisstæðasta leiksýning sem ég hef séð á ævinni, að Kardemommubænum frátöldum á bernskuárum mínum. Það var sýning á "Draumur á Jónsmessunótt" eftir Villa gamla hristispjót (William Shakespeare) sem áhugaleikfélagið Sýnir setti upp þar, úti undir beru lofti. Það var dýrðlegt að horfa á leikrit úti í guðsgrænni náttúrunni og nýstárlegt að elta leikarana frá einu "sviðinu" yfir á annað. Hér eru myndir frá þessari sýningu, sem ég rakst á á ferð um netið, en meðal leikenda var Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem seinna meir varð fræg að endemum undir nafninu Silvía Nótt.
Ég má til að fara að sjá uppsetningu leikflokksins á "Máfurinn" eftir Anton Tjekov núna í lok mánaðarins, með skólasystur minni Júlíu Hannam í einu af aðalhlutverkunum. Vonandi að veðrið verði gott; best maður leggist á bæn og krossi fingur í þokkabót til vonar og vara, þá ætti það að ganga upp.


P. s. :



Til hamingju með soninn,
Vala og Jói!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Greta, það er hægt að sækja margar skemmtilegar myndir á síður sem bjóða upp á e-cards eins og td. þessa
http://www.americangreetings.com/category.pd?path=80383&

svo er eitthvað sem er kallað "sig and tags", en það er notað til að búa til bréfsefni, skrapp og fleira og þar eru líka margar sneddý myndir.

good luck, Lalla

Nafnlaus sagði...

http://d21c.com/temp/pages2/ccards.html#m

kássa sniðugt þarna

Lalla